*Uppfært vegna samkomubanns 13. mars*
Kæru iðkendur,
Stjórn Þórshamars hefur ákveðið að gera hlé á æfingum í félaginu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar frá fimmtudeginum 12. mars. Í dag, 13. mars, hafa heilbrigðisráðherra og sóttvarnarlæknir hafa nú gefið út samkomubann sem tekur gildi 16. mars og varir í fjórar vikur. Á meðan verður engin hefðbundin kennsla í félaginu.
Fyrir þau sem vilja ekki missa dampinn við æfingar munu þjálfarar senda út skemmtileg myndbönd og tillögur að æfingum sem hægt er að gera heima í stofu. Hægt er að fylgjast með í Facebook-hópi Þórshamars fyrir iðkendur og velunnara. Hafið það sem allra best í æfingahléinu og sjáumst kát að því loknu! Með kærri kveðju, stjórn Þórshamars
Comments