top of page
 • Þórshamar

Æfingar hefjast á morgun

Börn 5–11 ára

Æfingar hefjast aftur skv. stundaskrá á morgun, mánudaginn 4. maí.


Unglingar 12–15 ára

Æfingar þri/mið/fös kl. 18:30–20.


Fullorðnir 16+ ára

Æfingar hefjast á morgun skv. meðfylgjandi einstaklingsmiðaðri dagskrá, þar sem iðkendum er skipt upp í 3-4 manna hópa. Við sýnum því fullan skilning ef þið komist ekki á allar æfingar, en biðjum ykkur að láta kennara vita ef þið getið. Hafið samband við Maríu (maria@thorshamar.is / 857-3356) ef úthlutaðir tímar henta illa og við finnum lausn.


Umgengnisreglur fyrir barna- og unglingahópa

 • Handþvottur og hreinlæti eru mikilvægustu smitvarnirnar

 • Allir sem eru veikir/slappir skulu halda sig heima

 • Foreldrar mega fylgja börnum að húsnæðinu en ekki bíða inni meðan æfingar eru

 • Setustofan er lokuð, ekki er boðið upp á kaffi eða te

 • Iðkendur sem þurfa aðstoð við að klæða sig verða að mæta í karategalla/íþróttafötum

  • Aðrir iðkendur eru hvattir til að mæta í karategalla/íþróttafötum

  • Þjálfarar aðstoða alla sem þurfa við að binda belti o.þ.h.

 • Búningsklefar eru opnir fyrir börn. Fullorðnir geta notað þá sem fatahengi. Sturturnar eru lokaðar.

 • Aðalþjálfarar barnahópa taka við iðkendum frammi á dyraþrepi og senda inn í sal til aðstoðarþjálfara

 • Foreldrar sem þurfa að ræða við afgreiðslu skulu gera það eftir að krakkahópurinn er kominn inn í sal

 • Aðalþjálfari kemur út eftir tímann og aðstoðar foreldrana, sem skulu bíða fyrir utan, við að sækja börnin sín

 • Í vatnspásu þurfa iðkendur að vera með eigin brúsa/flösku, sem þeir fylla fyrir tímann. Ekki verður farið fram á gang í kranann í vatnspásu.

 • Á æfingum fullorðinna gildir tveggja metra reglan í hvívetna, bæði fyrir iðkendur og þjálfara.

 • Enginn sameiginlegur æfingabúnaður verður notaður.


Ef einhverjar spurningar vakna, hafið endilega samband!

46 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að mæta og taka virkan þátt í

Comments


bottom of page