Börn 5–11 ára
Æfingar hefjast aftur skv. stundaskrá á morgun, mánudaginn 4. maí.
Unglingar 12–15 ára
Æfingar þri/mið/fös kl. 18:30–20.
Fullorðnir 16+ ára
Æfingar hefjast á morgun skv. meðfylgjandi einstaklingsmiðaðri dagskrá, þar sem iðkendum er skipt upp í 3-4 manna hópa. Við sýnum því fullan skilning ef þið komist ekki á allar æfingar, en biðjum ykkur að láta kennara vita ef þið getið. Hafið samband við Maríu (maria@thorshamar.is / 857-3356) ef úthlutaðir tímar henta illa og við finnum lausn.
Umgengnisreglur fyrir barna- og unglingahópa
Handþvottur og hreinlæti eru mikilvægustu smitvarnirnar
Allir sem eru veikir/slappir skulu halda sig heima
Foreldrar mega fylgja börnum að húsnæðinu en ekki bíða inni meðan æfingar eru
Setustofan er lokuð, ekki er boðið upp á kaffi eða te
Iðkendur sem þurfa aðstoð við að klæða sig verða að mæta í karategalla/íþróttafötum
Aðrir iðkendur eru hvattir til að mæta í karategalla/íþróttafötum
Þjálfarar aðstoða alla sem þurfa við að binda belti o.þ.h.
Búningsklefar eru opnir fyrir börn. Fullorðnir geta notað þá sem fatahengi. Sturturnar eru lokaðar.
Aðalþjálfarar barnahópa taka við iðkendum frammi á dyraþrepi og senda inn í sal til aðstoðarþjálfara
Foreldrar sem þurfa að ræða við afgreiðslu skulu gera það eftir að krakkahópurinn er kominn inn í sal
Aðalþjálfari kemur út eftir tímann og aðstoðar foreldrana, sem skulu bíða fyrir utan, við að sækja börnin sín
Í vatnspásu þurfa iðkendur að vera með eigin brúsa/flösku, sem þeir fylla fyrir tímann. Ekki verður farið fram á gang í kranann í vatnspásu.
Á æfingum fullorðinna gildir tveggja metra reglan í hvívetna, bæði fyrir iðkendur og þjálfara.
Enginn sameiginlegur æfingabúnaður verður notaður.
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið endilega samband!
Comments