top of page
  • Þórshamar

Æfingar unglinga/fullorðinna í ágúst

Æfingar verða 2x í viku í ágúst fyrir alla í fullorðins- og meistaraflokki. Tveggja metra regla gildir á æfingum þar til annað kemur í ljós. Æfingar verða sem hér segir: Mán 10. ágúst kl. 17:30 Fim 13. ágúst kl. 17:30 Mán 17. ágúst kl. 18:30 (ATH SEINNI TÍMA!) Mið 19. ágúst kl 17:30 Mán 24. ágúst kl. 17:30 Mið 26. ágúst kl. 17:30

Ákveðið hefur verið að fresta komu gestakennara í júdó, tae kwon do og brasilísku jiu-jitsu þar til 2ja metra reglan hefur verið felld úr gildi.

Boltaleikurinn pogo hefur verið vinsæll í Þórshamri í vetur. Fimmtudaginn 27. ágúst verður haldið innanfélagsmót í pogo og verða unglingar ekki undanskildir. (Hugsanlega þarf þó að undanskilja 16+ ára vegna 2ja metra reglu). Fyrirkomulagið verður auglýst þegar nær dregur. Fylgist með!


152 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að mæta og taka virkan þátt í

Comments


bottom of page