top of page
  • Þórshamar

Gott gengi Þórshamars á ÍMU 2023

Þórshamar er sem karatefélag afar stolt af þeim flotta hópi iðkenda sem tók þátt í Íslandsmeistarmóti unglinga í kata í dag. Saman vann hópurinn fjögur gull, tvö silfur og fjögur brons. Hildur, Högni og Sunny urðu Íslandsmeistarar í hópkata þriðja árið í röð, að þessu sinni í aldursflokknum 12-13 ára. Silfrið í hópkata 12-13 ára unnu Kristján Ingi, Óli Steinn, Úlfur og Ríkarður. Fanney, Tómas og Valur hlutu brons í hópkata táninga 16-17 ára. Hildur og Óli Steinn urðu Íslandsmeistarar í 12 ára aldursflokki og Sunny í 13 ára aldursflokki. Högni fékk brons í 12 ára aldursflokki, Milija í 15 ára aldursflokki og Tómas í 16-17 ára aldursflokki meðan Fanney fékk silfur í 16-17 ára aldursflokki. Við óskum þessum glæsilegum iðkendum til hamingju með frábæran árangur. Félagið hlaut næstflest stig þeirra liða sem þátt tóku í dag. Áfram Þórshamar :)


41 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að mæta og taka virkan þátt í

Comments


bottom of page