top of page
  • Þórshamar

Næst á döfinni

Seinasti kennsludagur vorannar var í dag, laugardaginn 20. maí. Við þökkum fyrir góða samveru í vetur. (English below)


Á morgun, sunnudaginn 21. maí verður gráðun fyrir alla flokka sem sensei Vilhjálmur Þór heldur utan um. Allar nánari upplýsingar um tímasetningu og skipulag hefur verið deilt með iðkendum og forráðamönnum þeirra í gegnum Sportabler. Allir iðkendur sem hafa mætt vel og greitt fyrir önnuna fá að taka gráðun/fara í beltapróf. Beltaprófið kostar 2.000 kr. og í því er innifalið belti og gráðunarbók (fyrir þau sem eru að taka rautt belti). Best er að greiða í gegnum Sportabler. Við óskum iðkendum góðs gengis :)


Mánudaginn 22. maí verður boðið upp á Tarzan–leiki fyrir C. flokk kl. 16.00–16.50; fyrir B. flokk kl. 17.00–17.50 og fyrir A. flokk kl. 18.00–18.50.


Þriðjudaginn 30. maí hefst sumarönn félagsins fyrir A. flokk, Meistaraflokk og Fullorðna. Sensei Birkir verður með vikulega opna kataæfingu og sensei Vilhjálmur Þór kennir alla aðra tíma sumarsins. Ný stundatafla hefur verið birt hér á vefnum. Sumarönnin stendur til 25. júlí, en síðan verður frí fram í síðustu viku ágústmánaðar þegar haustönnin hefst. Ekki verður boðið upp á sumargráðun.


Boðið verður upp á sjúkragráðun fyrir iðkendur föstudaginn 2. júní kl. 17.00–18.15.


Laugardaginn 3. júní verður boðið upp á skemmtiferð í Heiðmörk (Furulund) fyrir alla iðkendur og forráðamenn félagsins milli kl. 13–15. Hlökkum til að sjá ykkur.


What waits ahead


The last day of classes this spring was today, Saturday, May 20. We thank you for the good times we have spent together this winter.


Tomorrow, Sunday, May 21st, there will be the grading for all classes that sensei Vilhjálmur Þór manages. All details regarding timing and organization have been shared with the practitioners and their guardians through Sportabler. All practitioners who have attended and paid for the semester are allowed to take the degree/take the belt test. The belt test costs ISK 2,000. and it includes a belt and grading book (for those who are taking a red belt). It is best to pay through Sportabler. We wish all of the practitioners good luck :)

On Monday, May 22, Tarzan–games will be offered for the C class at 16.00–16.50; for B. category at 17.00–17.50 and for A. category at 18.00–18.50.


On Tuesday, May 30, the club's summer semester begins for the A. class, Master's class and Adults. Sensei Birkir will teach a weekly open kata practice and sensei Vilhjálmur Þór will be teaching all other classes during the summer. A new timetable has been published here on the website. The summer semester lasts until July 25, but then there will be a break until the last week of August when the fall semester begins. We will not be offering summer grading.

The make–up grading for practitioners will be offered on Friday, June 2 at 17.00–18.15.


On Saturday, June 3, an excursion to Heiðmörk (Furulund) will be offered for all practitioners and their guardians between 13–15. We look forward to seeing you :)



78 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn...

Comments


bottom of page