Þórshamar eignaðist nýjan svartbelting í gær. Bernd Ogrodnik hefur æft af kappi undir 1. dan í rúmt ár og gráðun hans tvisvar verið frestað vegna kórónuveirunnar. Í gær var látið til skarar skríða og stóðst Bernd prófið með prýði. Til hamingju, Bernd!
Prófdómari var Vilhjálmur Þór Þóruson, yfirþjálfari Breiðabliks, sem varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að dæma dangráðun innan Shotokan karatesambands Íslands. Með honum við prófdómarastörf voru Birkir Jónsson, yfirþjálfari Þórshamars, og María Helga Guðmundsdóttir, þjálfari í Þórshamri.
Comments