top of page
  • Þórshamar

Dagskrá barna í ágúst

Eins og þegar tveggja metra regla gilti í vor, biðjum við foreldra að fylgja börnum ekki inn í húsið heldur skila þeim af sér við tröppurnar.


Mánudaginn 17. ágúst verður sjúkragráðun fyrir barnaflokka kl. 16:30-18:30. Gráðuninni verður skipt upp í hópa, sem verða auglýstir í næstu viku. Þetta er gert til að tryggja að aðstandendur geti horft á gráðunina og haft tvo metra á milli sín.


Tvær barnaæfingar verða haldnar fyrir sjúkragráðunina, mán 10. ágúst og fim 13. ágúst kl. 16:30. Æfingarnar eru öllum opnum í 1.–6. flokki, en börn sem ætla í sjúkragráðun eru hvött til að mæta og rifja upp fyrir gráðunina.


Tarzan-leikur fyrir barnaflokka verður haldinn fimmtudaginn 20. ágúst:

– kl. 16:30 fyrir 5–9 ára

– kl. 17:30 fyrir 10+ ára


Boltaleikurinn pogo hefur verið vinsæll í Þórshamri í vetur. Fimmtudaginn 27. ágúst verður haldið innanfélagsmót í pogo. Fyrirkomulagið verður auglýst þegar nær dregur. Fylgist með!

92 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn...

댓글


bottom of page