top of page
Þórshamar

Freyja í úrslitum á NM

Updated: Dec 10, 2019


Um helgina keppti Freyja Stígsdóttir úr Þórshamri á Norðurlandamótinu í karate, sem fram fór í Kolding í Danmörku laugardaginn 23. nóvember. Freyja keppti í kata 16-17 ára stúlkna. Í fyrra hafði hún unnið bronsverðlaun í flokknum og var því til alls líkleg.


Í undanriðli sínum gerði Freyja framúrskarandi kata Enpi og hlaut fyrir 23,38 í einkunn. Það var langhæsta einkunn allra keppenda í fyrstu umferð og Freyja því trygg inn í úrslitin.


Í úrslitum mætti hún ríkjandi meistara, hinni dönsku Josephine Christiansen. Josephine gerði kata Suparinpei á móti Gojushiho Sho hjá Freyju. Lokatölur fóru svo að Josephine fékk 23,58 í einkunn en Freyja 23,22. Daninn varði því titilinn og Freyja hreppti silfrið. Glæsilegur árangur hjá þessari ungu karatekonu, sem hefur tekið miklum framförum undanfarin ár.


Í spilaranum að ofan má sjá báðar kata Freyju. Enpi er á 1:44:35 og úrslitaviðureignin hefst á 2:31:32.


Fjórir aðrir Íslendingar unnu til verðlauna á mótinu. Þórður Jökull Henrysson úr Aftureldingu vann silfur í kata 16-17 ára pilta, Hugi Halldórsson úr KFR silfur í kata 14-15 ára pilta, Tómas Pálmar Tómasson úr Breiðabliki í kata 14-15 ára pilta og Eydís Magnea Friðriksdóttir úr Fjölni í kata 14-15 ára stúlkna. Óskum við þeim öllum til hamingju.




42 views0 comments

Comments


bottom of page