top of page
  • Þórshamar

Fullorðinsæfingar á staðnum!

Í reglugerð um sóttvarnir sem tekur gildi 13. janúar kemur eftirfarandi fram:

Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna, innan- og utandyra, með og án snertingar, eru heimilar. Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 2. gr. og 3. gr. er hámarksfjöldi á æfingum og keppnum 50 manns. Búningsaðstaða skal þrifin reglulega og snertifletir sótthreinsaðir milli hópa. Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag, loftræsting skal vera í lagi og loftað reglulega út yfir daginn.

Í samræmi við þetta færast Zoom-æfingar fullorðinsflokks (fullorðinna og unglinga 14 ára og eldri, hvítt til blátt belti) inn í húsnæðið í Brautarholti frá og með 14. janúar. Við hlökkum til að sjá ykkur inni í sal aftur!


Ekki er grímuskylda inni í æfingasal en leyfilegt er að æfa með grímu. Grímuskylda er fyrir 16+ ára annars staðar í húsnæðinu, þ.m.t. í búningsklefum. Fyrstu vikur annarinnar munum við æfa snertilaust. Þetta gildir líka á æfingum meistaraflokks.

54 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page