Karatefélagið Þórshamar er stolt af þeim börnum og ungmennum sem kepptu fyrir hönd félagsins á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í Smáranum um liðna helgi. Keppendur félagsins unnu til þriggja gullverðlauna og þriggja bronsverðlauna. Hildur, Högni og Sunny vörðu titil sinn frá í fyrra þegar þau urðu Íslandsmeistarar í hópkata táninga 12-13 ára, en Hildur og Sunny vörðu einnig titla sína í einstaklingskata annars vegar stúlkna og pilta 12-13 ára. Óli Steinn hlaut brons í einstaklingskata pilta 12-13 ára, Fanney í einstaklingskata stúlkna 16-17 ára og Fanney, Tómas og Valur í hópkata unglinga 16-17 ára. Þetta skilaði því að þetta árið var Þórshamar þriðja stigahæsta liðið á ÍM unglinga.
Allir keppendur Þórshamars á mótinu sýndu mjög flottar kata og voru félaginu til sóma. Ekki var síður ánægjulegt að verða vitni að þeirri góðu liðsheild og fallegum vinskap sem ríkir meðal iðkenda, sem voru tilbúin að styðja hvert annað jafnt í gleði og sorg. Framtíðin er björt hjá þessum flotta hópi.
Comments