top of page
Þórshamar

Gráðun barna 12. desember / Kids' Grading, December 12th

Updated: Dec 14, 2020

*English below*


Dagskrá

Gráðunin verður hópaskipt og hver hópur mætir á tilteknum tíma. Vinsamlegast mætið stundvíslega!


Í þessum nafnalista má sjá klukkan hvað hvert barn á að mæta. Ef nafn vantar á listann, hafið samband við Maríu, maria@thorshamar.is, 857-3356.


Streymi

Áhorfendur eru ekki heimilir í húsi á gráðun. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu úr gráðuninni gegnum Zoom á þessum hlekk. Fundarnúmer: 354-551-4003, lykilorð: karate.


Sjúkragráðun

Þeim sem forfallast í gráðun vegna veikinda býðst að þreyta sjúkragráðun í janúar. Dagsetning verður ákveðin þegar nær dregur. Skráið ykkur í sjúkragráðun með því að senda tölvupóst á thorshamar@thorshamar.is.


Gráðunarkröfur

Á gráðuninni verður kihon (grunntækni), beiting í púða og þrekæfingar sem hæfa aldri og reynslu iðkenda. Ekki verður kata eða kumite á gráðuninni.


Beltið

Börn í 6. flokki sem eru nú með hvítt belti gráðast í hvítt belti með rauðri rönd. Börn í 6. flokki sem eru nú með hvítt belti með gulri rönd gráðast í hvítt belti með blárri rönd. Börn í 5.–1. flokki gráðast í belti í núverandi beltislit sínum með svartri rönd.


Þessi sérstöku belti verða til marks um það að iðkendur hafi komist í gegnum einstaka önn í sögu Þórshamars. Á næstu hefðbundnu gráðun verður reynslan sem liggur að baki þessu belti tekin með í reikninginn.




********

*English version*


Schedule

The grading is divided into small groups. Each group is assigned a particular time. Please come on time!


This list of names shows when each child should come. If a name is missing from the list, please contact María, maria@thorshamar.is, 857-3356.


Live Stream

No in-person audience is permitted at the grading. The grading can be watched live via this Zoom link. Meeting ID: 354-551-4003, password: karate.


Make-Up Grading

Those who are unable to attend the grading due to illness are invited to participate in a make-up exam in January. The date will be decided later. Register for the make-up exam by emailing thorshamar@thorshamar.is.


Grading Syllabus

The grading will test kihon (basic technique), striking/kicking a bag and conditioning exercises suitable to the age and experience of the participants. There will be neither kata nor kumite in the exam.


The Belt

Children in 6. flokkur who currently have a white belt will test for a white belt with red stripe. Children in 6. flokkur who currently have a white belt with yellow stripe will test for a white belt with blue stripe. Children in 5.–1. flokkur will test for a belt in their current color with a black stripe.


These special belts represent the fact that students made it through a unique semester in the history of Þórshamar. At the next conventional grading, we will take the experience behind these belts into consideration.


441 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page