Gráðun á sumarönn:
Laugardaginn 25. júlí, barnaflokkar (1.–6. flokkur)
Miðvikudaginn 29. júlí, unglingar og fullorðnir
Sjúkragráðun verður haldin snemma í ágúst, á tíma sem hentar þeim sem þurfa á henni að halda. Vegna aðstæðna í samfélaginu býður félagið öllum iðkendum ókeypis gráðun og belti í sumar. Almennt er 67% mætingarskylda yfir önnina til að fá að fara í gráðun. Við erum meðvituð um að mætingarprósenta flestra er frekar lág sem stendur vegna kórónuveirunnar. Endilega mætið vel fram að gráðun og ræðið við þjálfara/yfirþjálfara ef þið eruð með áhyggjur af mætingu.
Óhefðbundin dagskrá í ágúst Stutt frí verður í barnaflokkum dagana 31. júlí (fös) – 9. ágúst (sun). Frá 10.–29. ágúst verður kennsla í félaginu. Hefðbundin dagskrá verður brotin upp með skemmtilegum hætti – nánar auglýst þegar nær dregur. Haustönn hefst mánudaginn 31. ágúst.
Comments