Á miðvikudag, 11. desember, er gráðun unglinga og fullorðinna. Æfing meistaraflokks fellur niður þennan dag. Aðrir iðkendur eru hvattir til að koma og styðja félaga sína í gráðun.
Mæting:
18:00 fyrir iðkendur með blátt belti og undir
19:00 fyrir fjólublátt belti og upp úr
Gráðun kostar 2500 kr. Belti er innifalið ef við á. Appelsínugult belti og upp úr, munið eftir gráðunarbókunum!
Síðasta æfing samkvæmt stundaskrá er föstudaginn 13. desember. Á tímabilinu 14. des–5. jan verða aukaæfingar á hátíðarvænum tímum. Dagskrá verður auglýst sérstaklega fyrir vikulok. Kennsla hefst á vorönn mánudaginn 6. janúar 2020.
Hátíðarkveðjur,
Þórshamar
Comments