top of page
Þórshamar

Grand Prix mótið laugardaginn 7. maí


Grand Prix mótið verður haldið í Fylkisselinu laugardaginn 7. maí kl. 10-17 (English below). Mótið er ætlað iðkendum á aldrinum 12-16 ára (fædd 2010 eða fyrr). Á mótinu er keppt bæði í kata (bara einstaklings) og kumite. Enn er hægt að skrá sig á mótið. Til þess þarf iðkandi, eða forráðamaður, að senda tölvupóst á thorshamar@thorshamar.is fyrir 2. maí. Í tölvupóstinum þarf að tilgreina hvort iðkandi ætlar að keppa í bæði kata eða kumite, eða bæði. Ef iðkandi ætlar að keppa í kumite þarf þyngdartalan að fylgja með í tölvupóstinum. Allar helstu upplýsingar berast keppendum síðar í tölvupósti.


Ath. að Grand Prix eru þrjú mót. Mótið 7. maí er mót númer tvö. Gefin eru stig fyrir 1., 2. og 3. sætið á hverju móti og á þriðja og seinasta mótinu er síðan tilkynnt hverjir eru sigurvegarar, þ.e. þau sum hlutu flest stig. Þetta þýðir að þau sem voru aðeins að ná aldri núna til þess að keppa hafa misst af einu móti og þar af leiðandi eru aðrir með forskot á þau.


Gott að vita:

  • Á Facebook er hópur: Karate á Íslandi þar sem mótanefnd heldur keppendum, dómurum og liðstjórum upplýstum um öll mót.

  • Dagskrá fyrir mót kemur yfirleitt seint frá mótanefnd. Það fer eftir því hversu margir skrá sig. Ef margir skrá sig er keppendum skipt í tvo flokka sem mæta á sitthvorum tímanum. Ef fáir skrá sig þá mæta allir á sama tíma eða kl. 9:30, hálftíma áður en mótið hefst.

  • Liðstjórar á mótinu eru Hannes Hreimur (s: 8956701) og Victor Le (s: 7813575). Ef þið af einhverjum ástæðum komist fyrirvaralaust ekki á mótið skuluð þig hringja í þá og tilkynna forföll. Í þeim tilvikum er ekki nóg að senda tölvupóst. Ef þið forfallist með fyrirvara skuluð þið tilkynna það með því að senda tölvupóst á thorshamar@thorshamar.is

  • Keppendur þurfa að mæta með góm á mótið og er það það eina fyrir utan karategalla sem þau þurfa að koma með. Gómar fást í afgreiðslu Þórshamars, hita þarf góminn til þess að aðlaga hann að raunverulegum gómi keppandans áður en mótið hefst svo hann passi.

  • Liðstjórar munu koma með allar hlífar, brynjur og belti (þ.e. rautt eða blátt belti). Ef keppendur eiga einhverjar hlífar og rautt eða blátt belti hvetjum við þá til þess að koma með það.

  • Búningur og hlífar: Gallinn þarf að hylja 2/3 af handlegg og fótlegg keppenda, ekki er leyfilegt að bretta upp ermar eða skálmar. Auðvelt er að sauma skálmar/ermar rétt fyrir mót. Beltið má ekki ná lengra en jakkinn á gallnum og það má ekki vera merkt með stöfum keppenda. Hlífarnar þurfa að passa vel á líkama keppandans en það sem hefur helst verið að flækjast fyrir keppendum okkar er að fótahlífarnar eru of litlar en tærnar mega ekki standa út. Við í Þórshamari erum búin að fjárfesta í stærri hlífum og því ætti þetta vandamál ekki að koma aftur upp.

  • Hægt er að kynna sér betur reglurnar HÉR en liðstjórarnir munu einnig tryggja að keppendur okkar séu í viðeigandi búnaði.



_____________________________________________


Grand Prix


The Grand Prix will be held on Saturday, May 7th at Fylkiselið from 10am to 5pm. The tournament is intended for practitioners aged 12-16 (born 2010 or before). Practitonars can compete in both kata (not goupkata) and kumite at the tournament. You can still register. If you are interested in competing, the practitioner or guardian must send an e-mail to thorshamar@thorshamar.is before May 2td. The e-mail must state whether the practitioner intends to compete in either kata or kumite, or both. If a practitioner intends to compete in kumite, the weight number must be included in the email. All basic information will be sent to competitors later by e-mail.


Nb. that the Grand Prix are three tournaments. The tournament on May 7 is tournament number two. Points are awarded for 1st, 2nd and 3rd place each tournament and in the third and final tournament it is announced who is the winner, ie. those with the most points. This means that those who were only now reaching the age to compete have missed out on one tournament and therefore others have an advantage over them.


Good to know:

  • There is a group on Facebook: Karate á Íslandi where the tournament committee keeps competitors, judges and team managers informed about all tournaments.

  • Schedules for tournaments usually come late from the tournament committee. It depends on how many people sign up. If many people register, the competitors are divided into two categories that appear at different times. If few people register, everyone will show up at the same time or at 9:30, half an hour before the tournament starts.

  • Team leaders at the tournament are Hannes Hreimur (tel: 8956701) and Victor Le (tel: 7813575). If for any reason you do not attend the tournament without notice, you should call them and announce your absence. In those cases, sending an email is not enough. If you cancel in advance, you must notify us by sending an e-mail to thorshamar@thorshamar.is

  • Competitors have to come to the tournament with gum shields and that is the only thing besides karate-gi that they have to bring. You can buy gums shields at Þórshamar's reception, gum shields needs to be heated to adapt it to the competitor's actual gum before the tournament starts so that it fits.

  • Team leaders will bring all covers, armor and belts (ie red or blue belts). If competitors have any covers and red or blue belts, we encourage them to bring them.

  • Karate-gi and covers: The gi needs to cover 2/3 of the competitor's arm and leg, it is not allowed to roll up sleeves or trousers. It is easy to sew cups / sleeves right before a tournament. The belt must not extend beyond the jacket and it must not be marked with the letters of the competitors. The covers need to fit snugly on the competitor's body, but what has happened with our competitors before is that the foot protectors are too small. You should not be able to see your toes. We at Þórshamar have invested in larger covers and therefore this problem should not recur.

  • You can get to know the rules better HERE, but the team managers will also ensure that our competitors are in the appropriate equipment.

56 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn...

留言


bottom of page