top of page

Iðkendakönnun – Niðurstöður

Þórshamar

Í janúar 2020 voru sendar út kannanir til iðkenda í Þórshamri. Alls bárust 20 svör við barnakönnuninni og 10 svör frá unglingum og fullorðnum. Úrvinnsla könnunarinnar hefur setið á hakanum meðan athygli stjórnar og þjálfara hefur beinst að heimsfaraldrinum, en hér koma þær loksins. Við þökkum iðkendum hjartanlega fyrir þátttökuna og biðlundina.


Allir þátttakendur í könnuninni gátu skráð sig í pott og unnið til veglegra vinninga. Þrír iðkendur unnu til verðlauna, sem verða keyrð út til þeirra í jólafríinu:

  • Tómas Már Jóhannsson fær 50% afslátt af æfingagjöldum í eina önn

  • Julia Otuoma og Lúkas Garpur Auðunsson fá Þórshamarsbol

  • Öll þrjú fá Þórshamarsmerki til að sauma í karategallann sinn


Eftirfarandi er samantekt á helstu niðurstöðum könnunarinnar. Þær hafa þegar nýst stjórn og þjálfurum til að móta starfið til betri vegar. Við munum senda út sambærilega könnun í janúar og stefnum að því að þetta verði árviss þáttur í því að bæta starfið.


Iðkendum og aðstandendum er velkomið er að koma ábendingum á framfæri allan ársins hring, með tölvupósti á stjórn eða einstaka þjálfara/stjórnarmeðlimi. Takk fyrir að hjálpa okkur að gera Þórshamar enn betri.



Niðurstöður iðkendakönnunar


Þjálfun

Mikil ánægja ríkir um þjálfun barna í félaginu og undirbúning undir gráðanir. Af 54 svörum um ánægju með einstaka þjálfara voru 43 „mjög ánægð“ og 11 „ánægð“.


Eftirfarandi kom fram við könnun á þjálfunaráherslum unglinga/fullorðinna:

  • Gráðunarundirbúningur fær nægan tíma á æfingum

  • Auka má áherslu á bunkai í katakennslu

  • Skapa þarf fleiri tækifæri fyrir katakeppendur til að æfa sig undir mót

  • Auka mætti áherslu á þrek/styrk, teygjur, beitingu í púða og frjálst kumite


Mikil ánægja er með sérgreinaæfingar í kumite og kata meðal þeirra sem þær sækja. Einnig eru iðkendur almennt ánægðir með æfingar meistaraflokks og fullorðinna.


Stundaskrá

Nokkur fjöldi óskar eftir að barnaæfingar verði kl. 17:00 síðdegis. Þetta er erfitt í framkvæmd vegna fjölda barnahópa – einhverjir tímar þyrftu alltaf að vera fyrr eða síðar um daginn. Ef hægt væri að skipta salnum í tvennt með góðri hljóðeinangrun, væri e.t.v. hægt að hafa tvo barnaflokka í einu á æfingu og kenna flestum/öllum barnahópum kl. 17:00.


Barnaæfingar eftir hádegi um helgar eru ekki vinsælar. Þessu var breytt haustið 2020 með því að færa æfingar yfir á sunnudaga. Enn á eftir að ráðast hvort það þykir breyting til batnaðar.


Æfingatímar fullorðinna/unglinga virðast almennt henta iðkendum þokkalega. Þau sem vilja breytingar á æfingatímum vilja allir hafa æfingar fyrr á daginn.


Kallað var eftir 60 mínútna æfingum í fullorðinsflokki; þessari beiðni var svarað með æfingatöflu haustannar. Einnig fékk fullorðinsflokkur sinn eigin æfingatíma haustið 2020 í stað þess að deila tíma með barnahópi, sem bætir æfingagæði til muna.


Keppnisstarf

Áhugi barna í Þórshamri á keppni í karate er mismikill og því mikilvægt að sinna þörfum bæði þeirra sem vilja keppa og þeirra sem ekki sækjast eftir keppni.


Ekki er áberandi munur á áhuga barna á kumite- og katakeppni.


Almenn ánægja er með utanumhald Þórshamars á keppendum á mótum.


Samskipti, upplýsingamiðlun, aðstaða

Talsverð óánægja kom fram með úrlausn erinda og tölvupóstsamskipti. Gerð hefur verið gangskör í þessum málum í vor og sumar. Mikilvægt er að fylgja þessu eftir og taka stöðuna um áramót.


Nokkur óánægja mældist með þrif í húsnæði. Áhersla á þrif hefur verið aukin til muna á árinu 2020.


Uppfæra þarf myndir af þjálfurum á vef og e.t.v. hengja upp í húsnæði.



Verkefni Þórshamars í kjölfar iðkendakönnunar

  • Senda út aðra iðkendakönnun í janúar 2021

  • Uppfæra myndir af þjálfurum á vef

  • Miðla niðurstöðum könnunarinnar til þjálfara og þætta inn í þjálfunaráherslur

  • Kanna möguleika á betri skiptingu á sal í tvennt, til að nýta megi vinsæla æfingatíma betur

  • Áfram þarf að leggja áherslu á skjóta úrlausn erinda sem berast með tölvupósti

  • Þrif og viðhald húsnæðis verða áfram ofarlega á forgangslista

42 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page