top of page
  • Þórshamar

Jonni þjálfar meistaraflokk á miðvikudögum

Yfirþjálfari Þórshamars, Birkir Jónsson 4. dan, varð fyrir því óláni að meiða sig í baki og ætlar að taka sér hlé frá kennslu út haustönnina meðan hann jafnar sig. Við óskum honum góðs bata!


Félaginu til mikils happs er Jón Ingi Þorvaldsson 3. dan, fyrrum formaður félagsins í áratug og einn sigursælasti karatemaður Íslandssögunnar, reiðubúinn að hlaupa í skarðið. Jonni mun því kenna meistaraflokksæfingar á miðvikudögum kl. 18:30–20 í haust, auk þess að kenna kumiteæfingar á þriðjudögum kl. 18:30–20.


Jonna þarf vart að kynna fyrir íslensku karatefólki. Hann hóf karateiðkun um haustið 1990 í sínum gamla heimabæ, Akranesi, þegar Þórshamar hleypti af stokkunum karatedeild þar, sem síðar varð að Karatefélagi Akraness. Hann fór að sinna þjálfun á vegum félagsins á Akranesi strax á öðru ári og síðar hjá Karatefélaginu Þórshamri frá árinu 1994 til ársins 2017. Hann tók 1. dan gráðun árið 1996 í Englandi, 2. dan árið 1999 í Noregi og 3. dan árið 2004 á Íslandi, allar hjá Masao Kawasoe sensei.


Hann var fastamaður í landsliði Íslands í karate frá árinu 1994 til 2005 og keppti síðan aftur með landsliðinu á Norðurlandameistaramótinu í Reykjavík 2015. Á árunum 1995–2017 varð hann 15 sinnum Íslandsmeistari í einstaklingsflokki í kumite og var í sigurliðum Þórshamars í hópkata og liðakeppni í kumite alls 16 sinnum. Á árunum 2000–2005 varð hann bikarmeistari karla fimm sinnum og valinn karatemaður ársins fjórum sinnum. Jonni á einnig glæstan keppnisferil að baki á erlendri grund og er enn eini Íslendingurinn sem komist hefur í þriðju umferð, eða 16 manna úrslit í kumite á heimsmeistaramóti, en það afrekaði hann á HM í Madrid árið 2002.


Við bjóðum Jonna velkominn aftur til starfa!89 views0 comments

Recent Posts

See All

Komentar


bottom of page