Á aðalfundi Þórshamars í fyrra var eftirfarandi lagagrein samþykkt:
„14. grein. Félagið skal setja siðareglur fyrir stjórn og starfsfólk. Siðareglur skulu bornar upp til samþykktar með einföldum meirihluta atkvæða á aðalfundi. Um innsendingu og kynningu tillagna að breytingum á siðareglum gilda sömu reglur og um lagabreytingatillögur, sjá 13. grein.“
Eftir aðalfundinn skoðaði stjórn félagsins siðareglur og hegðunarviðmið ÍSÍ og taldi farsælast að innleiða hvoru tveggja og uppfæra reglurnar sjálfkrafa þegar breytingar verða hjá ÍSÍ. Af þeim sökum leggur stjórnin til lagabreytingatillögu þannig að 14. greinin hljómi eftir breytingu svona: „ 14. grein. Siðareglur og hegðunarviðmið allra meðlima og starfsfólks Þórshamars skulu í einu og öllu fylgja siðareglum og viðmiðum ÍSÍ. Allar breytingar ÍSÍ í þessum efnum uppfærast sjálfkrafa fyrir starfsemi Þórshamars. “
Siðareglur ÍSÍ má lesa hér: https://www.isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/Ny-skjol/Siðareglur%20ÍSÍ%20-%20Copy%20(1).pdf
Hegðunarviðmið ÍSÍ lesa lesa hér: https://www.isi.is/library/Skrar/Fraedslusvid/Hegdunarvidmid/Hegdunarvidmid-Allt.pdf
Comments