Frá og með 25. maí tekur ný stundaskrá gildi fyrir unglinga og fullorðna. Tvær mikilvægar breytingar verða frá stundaskrá vorannar:
Æfingar skemmra kominna (10.–5. kyu) færast á þriðju- og fimmtudaga kl. 18:30–19:30.
Kumite- og katatímum á þriðjudögum og fimmtudögum seinkar til 19:30–20:45.
Þessar æfingar koma í staðinn fyrir einstaklingsmiðaða æfingatíma unglinga og fullorðinna sem giltu í maí.
Engar breytingar eru á stundaskrá barna.
Comments