top of page
  • Þórshamar

Opnir karate tímar í Saltfiskmóanum 4. september

Kennsla verður með óhefðbundnum hætti laugardaginn 4. september. Í stað tímanna þriggja sem auglýstir eru í æfingatöflu félagsins (þ.e. tímar fyrir 5. flokk, fullorðna og 4. flokk) færist kennslan úr húsnæði Þórshamars í Saltfiskmóann, hverfisgarð sem staðsettur er norðvestan af Sjómannaskólanum.


Þar munu Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir, kennslustjóri hjá karatefélaginu Þórshamri, og Jóna Gréta Hilmarsdóttir, yfirþjálfari barna og unglinga hjá Þórshamri, kenna tvo opna tíma þar sem fólk á öllum aldri getur kynnt sér sjálfsvarnaríþróttina. Fyrri opni tíminn hefst kl. 11 og seinni opni tíminn hefst kl. 12. Öll er velkomin og hvött til að klæða sig eftir veðri. Tímarnir eru skipulagðir í samvinnu við íbúafélagið Vinir Saltfiskmóans. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum hér.


23 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að mæta og taka virkan þátt í

Kommentare


bottom of page