Kæra Þórshamarsfólk,
Dagana 13.-15. september verður Smáþjóðamótið í karate haldið í Laugardalshöllinni.
Getur þú hjálpað til?
Á móti eins og þessu þarf margar hendur til að allt gangi smurt. Það vantar starfsfólk á ritaraborð, fólk til að senda og sækja, beina keppendum á rétta staði o.s.frv. Við biðjum alla iðkendur og foreldra um að aðstoða við verkefnið. Ekki er nauðsynlegt að vera alla helgina – hálfur eða einn dagur af aðstoð gerir heilmikið.
Skráning sjálfboðaliða fer fram hér. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Maríu Helgu, maria@thorshamar.is.
Breytingar á kennslu
Föstudaginn 6. september ætlum við að lána landsliðinu æfingaaðstöðu kl. 19–21. Stundaskráin breytist því sem hér segir:
Kata U12 ára fellur niður
1. flokkur æfir kl. 16:30 (klukkutíma fyrr)
Meistaraflokkur æfir kl. 17:30 (klukkutíma fyrr)
Föstudag og laugardag, 13. og 14. sept, fellur öll kennsla niður í Þórshamri.
Hvetjum okkar fólk!
Yfir 80 manns munu keppa fyrir Íslands hönd á mótinu. Það er stærsti landsliðshópur okkar í sögunni. Þar af á Þórshamar á fjórtán keppendur á mótinu:
Agnar Már Másson, kata og kumite
Aron Bjarkason, kumite og hópkata
Ágúst Valfells, kumite
Björk Rósinkrans Bing, kata
Bogi Benediktsson, kata og hópkata
Freyja Rósinkrans Bing, kata
Freyja Stígsdóttir, kata og hópkata
Hannes Hermann Mahong Magnússon, kumite
Kristjana Lind Ólafsdóttir, kumite
Marteinn Edward Lucas, kumite
Stefán Franz Guðnason, kata
Sæmundur Ragnarsson, hópkata
Valur Kristinn Starkaðarson, kumite
Victor Anh Duc Le, kata og kumite
Fjölmennum í höllina og hvetjum landsliðið til dáða! Það er frítt inn. Keppt verður í einstaklingsgreinum á laugardag og liðagreinum (hópkata/kumite) á sunnudag.
Baráttukveðjur,
stjórn og þjálfarar
Comments