top of page
Þórshamar

Sumaræfingar, COVID og sumargráðun

(English below)


Nú styttist í sumargráðun (beltapróf) fyrir þá iðkendur sem hafa verið duglegir að mæta á æfingar í sumar. Nú verða örlitlar breytingar á sumaræfingartímum (3. ágúst - 14. ágúst) hjá fullorðinsflokki, meistaraflokki og 1. flokki auk þess sem COVID hefur sett strik í reikninginn.


COVID: Eins og er er Þórshamar í sumarfríi en þriðjudaginn 3. ágúst hefjast æfingar aftur. Í kjölfar hertra aðgerða stjórnvalda höfum við í Þórshamri ákveðið að grímuskylda verði aftur tekin upp innanhús enda er afgreiðslan mjög lítil og erfitt að halda 1 m fjarlægð. Við biðjum hins vegar foreldra að reyna komast hjá því að stíga inn fyrir andyrið í Þórshamri og skilja við börnin sín á tröppunum fyrir utan líkt og gert var síðastliðið haust og vor. Ef þið teljið það nauðsynlegt að fylgja börnunum ykkar í búningsklefann er það þó leyfilegt. Ennþá er leyfilegt að nota búningsklefa og sturtu en við hvetjum þó iðkendur til þess að mæta í karategöllum sínum og fara í sturtu heima. Gufan verður ekki aðgengileg á meðan ástandið er eins og það er. Nándarregla verður almennt 1 m en börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.


Breytingar á sumaræfingatíma: Örlitlar breytingar hafa orðið á æfingartíma hjá fullorðinsflokki, meistaraflokki og 1. flokki. Allir þeir sem eru með bláa beltið eða hærra gráðaðir eða eru 13 ára eða eldri í 1. flokki skulu mæta kl. 18:30-19:30 á þriðjudögum og miðvikudögum. Margir hafa nú þegar verið að mæta á þeim tíma. Fullorðnir og meistaraflokkur mæta hins vegar á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:30 - 19:30. Með þessu móti fá báðir þessir ólíku hópar betri og sérhæfðari kennslu fyrir gráðun auk þess sem það fækkar einstaklingunum inn í salnum. Fullorðinsflokkur og meistarflokkur hefur því æfingar aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 4. ágúst kl. 18:30-19:30. Meistaraflokki unglinga er bæði velkomið að mæta með eldri og hátt gráðuðum úr 1. flokki á þrið/fim og á æfingar með fullorðnum og meistaraflokki mán/mið. Við mælum með því að iðkendur fæddir 2005 eða fyrr mæti með grímur á sjálfar æfingarnar en þó er ekki víst að það verði nauðsynlegt ef hægt verður að halda 1 m fjarlægð.


Sumaræfingar:

  • Æfingar fyrir börn í 4. - 6. flokki: Þriðjudaginn kl. 16:30-17:20 og fimmtudaginn kl. 16:30-17:20.

  • Æfingar fyrir börn í 3. - 1. flokki (fædd 2009 eða síðar, með grænt belti eða lægra gráðaðir): Þriðjudaginn kl. 17:30-18:20 og fimmtudaginn kl. 17:30-18:20.

  • Æfingar fyrir iðkendur fæddir 2008 eða fyrr og iðkendur með blátt belti eða hærra gráðaðir úr 1. flokki: Þriðjudaginn kl. 18:30-19:30 og fimmtudaginn kl. 18:30-19:30.

  • Æfingar fyrir fullorðna og meistaraflokk: Mánudaginn kl. 18:30-19:30 og miðvikudaginn kl. 18:30 - 19:30.

Við stefnum á sumargráðun laugardaginn 14. ágúst að öllu óbreyttu. Frekari upplýsingar verða gefnar út síðar. Haustönn hefst síðan 30. ágúst.


Ef við höfum ekki svarað tölvupóstum sem þið hafið sent á Þórshamar er það vegna þess að starfsmenn Þórshamars eru í sumarfrí. Þið megið búast við svörum í næstu viku.


Bestur kveðjur,

Þjálfarar Þórshamars

Summer exercises, COVID and summer - belt test


The summer graduation (belt test) is now soon for those who have been attending practices this summer. That being said, there will be slight changes in the summer training hours (August 3 - August 14) for the adult class, masterclass and 1st class and changes because of COVID.


COVID: Þórshamar is currently on summer vacation, but on Tuesday 3 August, training will start again. Following government action, we in Þórshamar have decided that the obligation to wear a mask will be taken up again indoors because it is difficult to keep a distance of 1 m inside. However, we ask parents to try to avoid stepping inside the lobby in Þórshamri and instead leave their children on the steps outside, as was done last autumn and spring. However, if you consider it necessary to accompany your children to the dressing room, this is permissible. It is still allowed to use a changing room and shower, but we still encourage practitioners to show up in their karategi and take a shower at home. The sauna will also not be accessible while the situation is as it is. The rule will generally be 1 m between people but children born in 2016 and later are exempt.


Changes in summer training time: There have been slight changes in training time for the adult class, mastclass and 1st class. All those who have the blue belt or higher grade or are 13 years or older in the 1st group must attend at 18:30-19:30 on Tuesdays and Wednesdays. Many have already been attending at that time. Adults and masterclass, on the other hand, will attend on Mondays and Wednesdays at 18:30-19:30. In this way, both of these different groups receive better and more specialized instruction for graduation, in addition to which it reduces the number of individuals in the dojo. The adult group and the champion group will therefore have rehearsals again after the summer holidays on Wednesday 4 August at 18:30-19:30. The teens in the masterclass are both welcome to attend with teen 13+ and high grades from the 1st class on Tues / Thurs and the training with adults and the masterclass Mon / Wed. We recommend that practitioners born in 2005 or earlier come with masks to the exercises themselves, but it may not be necessary if it is possible to keep a distance of 1 m.


Summer exercises:

  • Practices for children in 4th - 6th group: Tuesday at 16:30-17:20 and Thursday at 16:30-17:20.

  • Practices for children in 3rd - 1st group (born 2009 or later, with a green belt or lower graded): Tuesday at 17:30-18:20 and Thursday at 17:30-18:20.

  • Practices for practitioners born in 2008 or earlier and practitioners with blue belts or higher graded from 1st group: Tuesday at 18:30-19:30 and Thursday at 18:30-19:30.

  • Practices for adults and masterclass: Monday at 18:30-19:30 and on Wednesday at 18:30-19:30.


We will try to have the summer grading on Saturday 14 August, if everything work More information will be released later. The autumn semester begins on 30 August.


If we have not responded to emails you have sent to Þórshamar, it is because Þórshamar's employees are on summer vacation. You can expect answers next week.


Best regards,

Þórshamar's coaches

32 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn...

Commentaires


bottom of page