top of page
DSC_0238.jpg

BÖRN
6-14 ÁRA

Byrjendatímar haust 2023

6–9 ára (C. flokkur):​
þri og fim kl. 16:30–17:30 

9-12 ára (B. flokkur):

þri og fim kl. 17:30-18:30 og lau kl. 11:00-12:00

12-14 ára með rautt belti eða hærra (A. flokkur)

mið og fös kl. 18:00-19:00 og lau kl. 10:00-11:00

Við bjóðum upp á öflugt barnastarf í þemur  flokkum fyrir 6-14 ára  krakka, þar sem agi, leikgleði, virðing og kraftur eru í fyrirrúmi. Barnastarfið stendur yfir allt árið um kring. Hverri önn lýkur með gráðun (beltaprófi) undir næsta stig í beltakerfinu.

Þórshamar býður líka upp á öflugt félagslíf fyrir þennan hóp: jólaball, vorferð í Heiðmörk, bíóævintýri og skautaferð hafa öll verið fastir liðir undanfarin ár.

 

Krakkar undir 12 ára aldri sem æft hafa í a.m.k. eina önn geta byrjað að spreyta sig í keppni á fjörkálfamótum í bæði kata og kumite, skemmtilegum æfingamótum sem eru sérsniðin fyrir þennan aldurshóp.

 

Eftir ár við æfingar er hægt að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í kata, og 12+ ára krakkar geta tekið þátt í Íslandsmeistaramóti í kumite og Grand Prix-mótum í báðum greinum. Vanir þjálfarar fylgja iðkendum á öll mót.

Allir flokkar eru kynjablandaðir og leitast er við að allir flokkar hafi bæði konur og karla meðal þjálfara.

Bæði B. flokkur og C. flokkur eru opnir flokkar. Athugið að A. flokkur er lokaður hópur fyrir lengra komna. 

bottom of page