top of page

FULLORÐNIR 18+ ÁRA

Byrjendatímar haust 2023:

Fullorðnir (öll belti upp að brúnu): 

þri og fim kl. 18:30–19:30 og lau kl. 12:00–13:00

Meistaraflokkur (brúnt belti og upp úr):

þri og fim kl. 20:00-21:00 og lau kl. 09:00-10:00

Viltu prófa eitthvað nýtt og krefjandi? Karate er alhliða íþrótt sem eflir liðleika, styrk, jafnvægi og snerpu. Það reynir á minnið, agar hugann og eykur sjálfstraust og áræðni. Eftir hverja önn fer fram gráðun, próf undir næsta belti.

Allir flokkar eru kynjablandaðir og leitast er við að allir flokkar hafi bæði konur og karla meðal þjálfara.

Fullorðinsflokkurinn er opinn, en meistaraflokkurinn er lokaður hópur fyrir lengra komna. 

 

Karate er frábær hreyfing fyrir fólk á öllum aldri og bardagalist sem fylgir manni lífið langt. Elsti einstaklingur til að þreyta svart belti í Þórshamri var 71 árs þegar hann stóðst prófið, svo það er aldrei of seint að byrja.

Karate er líka ein mest spennandi keppnisíþrótt í heiminum á dag og var Ólympíugrein í Tókýó 2020. Í Þórshamri er iðkað hágæða keppniskarate samkvæmt reglum WKF, alþjóða karatesambandsins. Leystu keppnismanneskjuna úr læðingi í Þórshamri!

bottom of page