top of page

Eftirfarandi byrjendanámskeið hefjast 26. ágúst 2024:

Tveir fríir prufutímar fyrir byrjendur áður en þarf að skuldbinda sig á námskeið! 

Þórshamar notar appið Sportabler fyrir öll samskipti, greiðslur sem og yfirlit yfir æfingar, mót og aðra viðburði. Þegar þið eruð búin að hlaða niður appinu þurfið þið að skrá númer ykkar hóps til að fá aðgang. Númerin fyrir hópana eru eftirfarandi:

Meistaraflokkur: C5T81T

Meistarafl. unglinga: 9F31TW

Fullorðnir: V352U2

A. flokkur: WW90PN

B. flokkur: CW5JVZ

C. flokkur: 4AMQQ1

Karate fyrir 6–9 ára (C. flokkur)

Byrjendur 6-9 ára og börn með gult belti æfa með C. flokki tvisvar í viku. 
Æfingar fara fram á mánudögum  og föstudögum kl. 16:00-17:00. 


Kennsla í karate fyrir krakka: kenndar undirstöður í kihon (tækniæfingum) og kata (formum) í bland við leiki og teygjur. Athugið að allir undir 14 ára aldri þurfa að taka hálft belti í einu við hverja gráðun/beltapróf.


Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 61.500 krónur.

Karate fyrir 9-12 ára (B. flokkur)


Byrjendur 9-12 ára og iðkendur sem nú þegar hafa lokið allavega 3. önnum í Þórshamri og eru með appelsínugult, rautt eða hálft grænt belti. 
Æfingar fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00-18:00 og laugardögum kl. 11:00-12:00.


Kennsla í karate fyrir krakka: kennt kihon (tækniæfingar) og kata (form), grunnatriði kumite (æfingum á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir ýmist heilt eða hálft appelsínugult eða rautt belti. 


Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 68.500 krónur.

Karate fyrir 12–15 ára (A. flokkur)

Eldri byrjendur (12-14 ára) og iðkendur lengra komnir (-15 ára). Flestir iðkendur eru komnir með heilt grænt belti eða hærra.
Æfingar fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 18:00-19:00 og laugardögum kl. 10:00-11:00. Auk þess geta iðkendur með rautt belti eða hærra sótt opna tíma á mánudögum kl. 17:30-19:00 og sérstakar kata-æfingar á mánudögum kl. 19:00-20:00.


Æfingarnar með A. flokki er ætlað að undirbúa nemendur fyrir meistaraflokk. Kennsla í karate fyrir krakka hugsuð fyrir börn lengra komin eða eldri byrjendur sem eru til : kennt flókið kihon (tækniæfingar), kata (form) og keppniskumite (æfingar á móti andstæðingi) í bland við leiki og teygjur. Eftir haustönnina er þreytt próf undir ýmis belti. 
Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 68.500 krónur.
 

Meistaraflokkur fyrir 15+ ára (unglinga/fullorðna)

Lokaðir tímar fyrir iðkendur með heilt fjólublátt belti eða hærra. 
Þrír tímar í viku, miðvikudaga og föstudaga kl. 19:30-20:30 og laugardaga kl. 10:00-11:00. Auk þess er hægt að sækja opna tíma á mánudögum kl. 18:00-19:30 og sérstakar kata-æfingar á mánudögum kl. 19:30-20:30.


Kennt er kihon (tækniæfingar) kata (form) og keppniskumite (æfingar á móti andstæðingi) í bland við styrktaræfingar, teygjur og leiki. Eftir hverja önn er þreytt próf undir ýmis belti. 

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 90.500 krónur.
 

Fullorðnir 15+ ára plús


Byrjendur 15+ ára og eldri og fullorðnir æfa saman. Ætlað iðkendur sem eru með fjólblátt eða lægra gráðað belti. Kennt er þrisvar í viku, miðvikudaga og föstudaga kl. 19:30-20:30 og laugardaga kl. 10:00-11:00. Auk þess er hægt að sækja opna tíma á mánudögum kl. 18:00-19:30 og sérstakar kata-æfingar á mánudögum kl. 19:30-20:30.


Kennt er kihon (tækniæfingar) kata (form) og keppniskumite (æfingar á móti andstæðingi) í bland við styrktaræfingar, teygjur og leiki. Eftir hverja önn er þreytt próf undir ýmis belti. 

Árgjald (sem telur þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn): 90.500 krónur.

 

Athugið að A. flokkur og Meistaraflokkur eru lokaðir hópar. 

Athugið einnig að aðeins er hægt að greiða æfingagjöldin í gegnum Sportabler. 

​Nánar um greiðslu æfingagjalda hér.

Fyrir ykkur sem eru að nota appið í fyrsta skipti þá má finna upplýsingar um uppsetningu á því hérna

Númer fyrir hópana sem veita ykkur aðgang eru eftirfarandi:

Meistaraflokkur: C5T81T

Meistarafl. unglinga: 9F31TW

Fullorðnir: V352U2

A. flokkur: WW90PN

B. flokkur: CW5JVZ

C. flokkur: 4AMQQ1

Ef spurningar vakna þá má endilega senda okkur póst á: thorshamar@thorshamar.is og munum við svara öllum fyrirspurnum fljótt og örugglega. Hlökkum til að sjá sem flesta í vetur.

hefjaskraningu
bottom of page