top of page
DSC_0355.jpg

UNGLINGAR
14-17 ÁRA

Meistaraflokkur (brúnt belti og upp úr) haust 2023:​

 þri og fim kl. 20:00–21:00 og lau kl. 09:00-10:00

Fullorðnir (öll litabelti upp að brúna beltinu) haust 2023:

þri og fim kl. 18:30-19:30 og lau kl. 12:00-13:00

Við bjóðum upp á öflugt æfingaumhverfi fyrir 14–17 ára unglinga. Byrjendur æfa ásamt byrjendum og skemmra komnum fullorðnum (þri, fim og lau). Lengra komnir unglingar æfa í sérstökum meistaraflokki unglinga og deila æfingatíma með meistaraflokki fullorðinna (þri, fim og lau).

Hvort sem þú ert að byrja í karate á unglingsárum eða hefur æft í mörg ár bjóðast mörg spennandi tækifæri. Við hvetjum þig til að setja markið hátt, hvort sem þú stefnir á svart belti, vilt taka þátt í keppni eða auka styrk, liðleika, áræðni og sjálfstraust.

 

Þórshamar býður upp á keppnisþjálfun fyrir unglinga undir handleiðslu reyndra þjálfara. Keppendur félagsins hafa náð frábærum árangri á mótum Karatesambands Íslands og unnið fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla, bæði í kumite og kata. Vertu með í næsta sigurliði Þórshamars! 


Allir flokkar eru kynjablandaðir og leitast er við að allir flokkar hafi bæði konur og karla meðal þjálfara.

Fullorðinsflokkurinn er opinn, en meistaraflokkurinn er lokaður hópur fyrir lengra komna. 

bottom of page