top of page

GRÁÐUNARREGLUR SKSÍ

UM PRÓFDÓMARA


 • Þeim einum er heimilt að gráða nemendur, sem hefur til þess heimild frá S.K.S.Í. og hefur viðurkennt svart belti (shodan) innan sambandsins. Prófdómarar skulu hafa náð 22 ára aldri og hafa iðkað karate í a.m.k. 6 ár 

 • Shodan prófdómara er heimilt að gráða nemendur í 3. kyu 

 • Tveimur shodan prófdómurum er heimilt í sameiningu að gráða nemendur í 2. kyu

 • Nidan prófdómara, sem hefur hlotið viðurkenningu S.K.S.Í. er heimilt að gráða nemendur í 1. kyu

 • Þeim einum er heimilt að veita karatenemendum svart belti 1. dan, sem hefur minnst 3. dan og að auki þarf slíkur prófdómari viðurkenningu S.K.S.Í., sbr. 1.gr hér að ofan. 

 • Sá sem brýtur gegn reglum þessum og gráðar ólöglega, skal eftir atvikum sviptur réttindum. Sérstakur dómstóll S.K.S.Í. fer með slík mál.​

UM RÉTT TIL GRÁÐUNAR


 • Á milli prófa í kyu-gráðum skulu minnst líða 3 mánuðir með minnst tveimur æfingum á viku í eigin flokki. Til prófs gilda viku æfingabúðir jafnt og einn mánuður við æfingar. 

 • Skv. reglum S.K.S.Í. skulu nemendur mæta a.m.k. 65% í eigin flokk síðustu 3 mánuði fyrir próf. 

 • Á milli 1. kyu og 1. dan skulu líða 6 mánuðir og skulu nemendur vera komnir með full 1. kyu áður en þeir þreyta próf í shodan. 

 • Tímabundnir 1. kyu skulu bíða í 3 mánuði áður en þeir þreyta aftur próf í 1. kyu og síðan í 6 mánuði fyrir sho-dan. 

 • Shodan til nidan – æfingatími minnst 2 ár. 

 • Nemendum sem ætla að þreyta próf er skylt að fá leyfi þjálfara síns til próftöku, ef þeir hyggjast þreyta próf hjá öðrum prófdómara. 

 • Nemendum yngri en 14 ára, er einungis heimilt að taka hálfa gráðun í einu, unglingagráðun.  Þegar 14 ára aldri er náð skulu þeir klára unglingagráðun áður en þeir fá að taka heila gráðun, fullorðinsgráðun. 

 • Þeir sem byrja æfingar í Shotokan-karate eftir að hafa náð árangri í öðrum karatestíl, skulu bera sitt fyrra belti, en eftir 6 mánuði við æfingar skal þeim heimilt að þreyta próf undir sömu gráðu í Shotokan (einnig dan-gráður). 

 • Engum skal heimil próftaka, nema hafa áður gert upp æfingagjöld sín. 

 • Meðlimir sem uppvísir verða að broti á reglum S.K.S.Í. skulu ekki viðurkenndir af S.K.S.Í. 

 • Nefnd svartbeltinga, tækniráð S.K.S.Í., skal segja til um hvað sé rétt tækni.

VIÐBÓTARREGLUR ÞÓRSHAMARS

 • Iðkendur yngri en 7 ára skulu hefja æfingar í svonefndum forskóla. Í lok hverrar annar í forskólanum þreyta þeir gráðun undir hvítt belti með litaðri rönd, fyrst gulri og síðan appelsínugulri. Eftir tvær annir (eða fyrr með sérstöku samþykki þjálfara) mega þeir hefja æfingar undir hálft 9. kyu, gult belti.

 • Iðkendur sem stefna á dan-gráðun að vori skulu hafa minnst 80% mætingu í lok haustannar og minnst 100% mætingu síðustu 8 vikur fyrir gráðun, miðað við 3 æfingar á viku í sínum flokki. Sé dan-gráðun þreytt á öðrum tíma en á vorönn gilda sambærileg viðmið um ástundun, eftir samkomulagi við yfirþjálfara.

bottom of page