top of page
  • Þórshamar

Félagsfundur 12. janúar

Félagsfundur er boðaður í Þórshamri þriðjudaginn 12. janúar kl. 20–21. Félagsfundurinn fer fram á Zoom. Meeting ID: 354 551 4003, lykilorð: karate.


Á dagskrá er yfirferð á lögum félagsins. Útgangspunkturinn verður kynning á lagabreytingatillögum laganefndar Þórshamars, sem var sett á laggirnar á síðasta aðalfundi í febrúar 2020. Við hvetjum iðkendur til að kynna sér núgildandi lög félagsins og tillögur nefndarinnarnar og velta fyrir sér mögulegum úrbótum á lögunum.


Öllum er frjálst að gera tillögur að lagabreytingum þar til viku fyrir aðalfund, sem áætlaður er u.þ.b. mánuði eftir félagsfundinn, í febrúar 2021.


Um lagabreytingar segir í lögum Þórshamars: „Tillögur um lagabreytingar skal leggja fyrir stjórn minnst viku fyrir aðalfund og skal stjórn jafnharðan kynna fyrirliggjandi breytingatillögur fyrir félagsmönnum.Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála nema lagabreytinga. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að breyta lögum.“

24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page