top of page
  • Þórshamar

Hannes lýkur þjálfaranámskeiði ÍSÍ

Nýjasti aðalþjálfari Þórshamars, Hannes Hermann Arason Nyysti 1. dan, lauk á dögunum 1. stigi þjálfaranáms Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hinn 18 ára gamli Hannes hefur sinnt aðstoðarþjálfun í félaginu um árabil og er nýtekinn við aðalþjálfun hjá fullorðnum á mánudögum. Til að undirbúa sig undir verkefnið sótti hann þjálfaranám á vegum ÍSÍ í sumar og lauk 1. stiginu með prýði. Til hamingju, Hannes!Auk Hannesar hafa Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir, kennslustjóri, og Jóna Gréta Hilmarsdóttir, yfirþjálfari barna, lokið 1. stigi þjálfaranáms ÍSÍ. Þá hefur María Helga Guðmundsdóttir, yfirþjálfari unglinga, lokið 2. stigi námsins.

83 views0 comments

Comments


bottom of page