top of page
  • Þórshamar

María og Agnar Íslandsmeistarar!

Updated: Dec 10, 2019

Þórshamar átti fjóra keppendur á Íslandsmeistaramótinu í kumite í gær, þau Agnar Má Másson, Freyju Stígsdóttur, Kristjönu Lind Ólafsdóttur og Maríu Helgu Guðmundsdóttur. Þau sóttu þangað tvo Íslandsmeistaratitla og þrenn önnur verðlaun.Freyja, Kristjana, María og Agnar með verðlaun dagsins.


Agnar keppti til úrslita í -60 kg flokki karla í kumite við Samuel Josh Ramos úr Fylki. Eftir jafnan og frábæran bardaga fór svo að Agnar vann 6–5 og var þar með orðinn Íslandsmeistari. Agnar er aðeins 16 ára og var að keppa í fyrsta sinn í fullorðinsflokki.


Í -61 kg flokki voru þrír keppendur, þær María og Freyja úr Þórshamri og Iveta Ivanova úr Fylki, sigursælasta kumitekona síðustu ára og ríkjandi Íslandsmeistari í flokknum. Í viðureign sinni við Ivetu tók María forystuna á fyrstu sekúndunum og hélt henni allt til leiksloka, lokatölur 5–3. María gulltryggði svo Íslandsmeistaratitilinn í -61 kg flokki með 4–0 sigri á Freyju, sem hreppti bronsið.


Í +61 kg flokki vann Kristjana Lind Ólafsdóttir 2–0 sigur á Hjördísi Helgu Ægisdóttur úr Haukum. Kristjana og Hjördís lutu svo báðar í lægra haldi fyrir Telmu Rut Frímannsdóttur úr Aftureldingu, sem varði titil sinn í +61 kg flokki.


Allar viðureignir í þyngdarflokkum karla og kvenna má sjá í spilaranum hér að neðan:


Í opnum flokki kvenna í kumite kepptu svo þær María, Telma og Iveta. Hér náði Iveta að svara fyrir ósigurinn í –61 kg flokkinum og vann Maríu 3–0 og Telmu 4–0. María vann svo öruggan 3–0 sigur á Telmu og varð í 2. sæti.


Viðureignir í opnum flokkum á ÍM má sjá hér í spilaranum:92 views0 comments

コメント


bottom of page