top of page
Þórshamar

Freyja bikarmeistari

Freyja Stígsdóttir er bikarmeistari kvenna í karate! Þessi sautján ára gamla karatekona hefur átt frábært ár og verið í efstu sætum í kata og kumite á öllum bikarmótum ársins. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Freyju en eflaust ekki sá síðasti.


Og ekki nóg með það. Okkar fólk sópaði til sín verðlaunum á uppskeruhátíð KAÍ í gær.


Kristjana Lind Ólafsdóttir varð í 2. sæti í bikarkeppni kvenna í karate.

Agnar Már Másson og Kristjana Lind Ólafsdóttir urðu bæði Grand Prix-meistarar í kumite 16–17 ára pilta og stúlkna.

Freyja varð Grand Prix-meistari 16–17 ára stúlkna í kata og tók silfur í kumite.

Victor Anh Duc Le tók silfur í kumite og brons í kata 12–13 ára.

Hannes Hermann Mahong Magnússon tók brons í kumite 14–15 ára pilta.

Agnar Már tók brons í 16–17 ára flokki í kata.


Alls fjórir meistaratitlar, þrjú silfur og þrjú brons hjá þessu unga og efnilega karatefólki.




22 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn...

Comments


bottom of page