Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2019. Karatemaður ársins að þessu sinni er Aron Anh Ky Huynh úr ÍR. Karatekona ársins er engin önnur en okkar eigin Freyja Stígsdóttir.
Í rökstuðningi stjórnar KAÍ segir:
„Freyja hefur verið sigursæl karatekona síðusta ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kata og kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varð í öðru sæti á NM 2019 í sínum flokki auk þess að verða Bikarmeistari kvenna eftir að hafa sigrað á þremur Bikarmótum á árinu. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðstu ár. Hún er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.“
Hér er listi yfir helstu afrek Freyju á árinu:
Norðurlandameistaramót 2019, Silfur í junior kvenna
Evrópumeistaramót Junior/U21, 15.sæti í junior kvenna
Smáþjóðamót 2019, Brons í junior kvenna
Smáþjóðamót 2019, Silfur í Team Senior
Gladsaxe Open, Gull í junior kvenna
Gladsaxe Open, Brons í senior kvenna
Gautaborg Open, Silfur í junior kvenna
Swedish Kata Trophy, Brons í junior kvenna
Ishoj Karate Cup, silfur í junior kvenna
RIG 2019, Gull í junior kvenna
RIG 2019, silfur í senior kvenna
Bikarmeistari kvenna 2019
Íslandsmeistari í hópkata kvenna
GrandPrixmeistari Kata 16-17 ára stúlkna
Íslandsmeistari Kata 16-17 ára stúlkna
Íslandsmeistari í Kumite stúlkna 16-17 ára
Íslandsmeistaramót, silfur í kata kvenna
Íslandsmeistaramót, brons í kumite -61 kg
Innilega til hamingju, Freyja – þú ert vel að þessu komin og við hlökkum til að fylgjast með afrekum þínum næstu árin.
Comments