Gráðun átti að vera 7. og 8. maí en vegna þess að Grand Prix mótið var fært á þá helgi og nú eru margir þjálfarar okkar í miðjum prófum getum við ekki mannað gráðunina og neyðumst við því til þess að fresta gráðuninni um viku. Við biðjumst velvirðingar á stuttum fyrirvara en við skulum líta á björtu hliðarnar því þetta þýðir að við fáum viku lengur til þess að undirbúa okkur fyrir gráðun/beltapróf! (English below).
Gráðun fyrir alla (nema meistaraflokk) verður því helgina 14.-15. maí.Yngri hópar eru í gráðun á laugardaginn og eldri hópar og lengra komnir á sunnudaginn. Dagskrá og nafnalisti yfir þá sem fá að fara í gráðun verður sendur út eftir helgi. Ef þið sjáið ekki fram á að komast í gráðun ekki örvænta. Boðið verður upp á sjúkragráðun vikuna 31. maí - 5. júni. Ef þið sjáið ekki fram á að komast í gráðun 14.-15. maí skuluð þið svara eftirfarandi Docs-skjali HÉR og velja þá dagsetningu sem hentar ykkur best!
Gráðun fyrir iðkendur í meistaraflokki verður haldin mánudaginn 16. maí. Nánari upplýsingar, um hverjir fá að fara í gráðun, koma eftir helgi en ekki er sjálfsagt að allir fari í gráðun. Birkir yfirþjálfari tekur ákvörðun um það.
Gott að vita: Til þess að fá að taka gráðun þarf iðkandi að hafa mætt reglulega yfir önnina og greitt fyrir önnina/árið. Beltaprófið kostar 2.000 kr og í því er innifalið belti og gráðunarbók (fyrir þá sem eru að taka rautt belti). Hægt er að ganga frá greiðslu í afgreiðslunni eða í gegnum Sportabler. Athugið að ekki er sjálfsagt að þeir sem eru hátt gráðaðir, eða með fjólublátt belti eða hærra, fari í beltapróf heldur metur þjálfari hvort nemandinn sé tilbúinn. Þjálfarar eru að meta stöðuna að svo stöddu og má því búst við því að sendur verður út listi eftir helgi yfir þá sem fá að taka gráðun.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi gráðun getið þið sent tölvupóst á: thorshamar@thorshamar.is
Síðasta æfingavikan í Þórshamri er því 9. maí - 15. maí. Engar hefðbundnar æfingar eru eftir beltapróf. Mánudaginn, 16. maí verður boðið upp á Tarzan leik fyrir alla barnaflokka (nánari upplýsingar koma eftir helgi) og sama kvöld er gráðun hjá meistaraflokki.
Fljótlega eftir ferðina okkar í Heiðmörk (sunnudaginn 22. maí) hefst sumarönnin hjá okkur í Þórshamri þar sem boðið verður upp á æfingar fyrir alla flokka. Nánari upplýsingar koma síðar.
___________________________________
Grading / Belt test
The Grading / Belt test was supposed to be on the 7th and 8th of May, but because the Grand Prix tournament was moved to that weekend and now many of our coaches are in the middle of the tests, we are forced to postpone the belt test for a week. We apologize for the short notice but let's look on the bright side as this means we get a week longer to prepare for the grading / belt test!
Belt test for everyone (except masterclass) will therefore be the weekend 14.-15. May. Younger groups grading is on Saturday and older groups and advanced on Sunday. A program and list of names of those who are allowed to go to grading will be sent out after this weekend. If you can not make it to the belt test, do not despair. Make-up grading will be offered the week of May 31 - June 5. To sign up for the make-up grading please respond to the following Docs document HERE and choose the date that suits you best!
Grading for practitioners in masterclass will be held on Monday 16 May.Further information on who can attend the grading will come after this weekend, but it is not certain that everyone will receives permission to attend the grading. Head coach Birkir makes that decision.
Good to know:In order to be able to atend the grading, a practitioner must have attended regularly during the semester and paid for the semester / year. The belt test costs 2000 ISK and includes a belt and a grading-book (for those who are grading for red belt). Payment can be made at the front desk or through Sportabler. Note that it is not a given that those who have a high grade, or with a purple belt or higher, take a belt test, but the coach decides whether the student is ready. Coaches are currently assessing the situation, so it can be expected that a list of those who will be allowed to go to the grading will be sent out after this weekend.
If you have any questions regarding the grading, you can send an e-mail to: thorshamar@thorshamar.is
The last training week st Þórshamri is therefore 9 May - 15 May. There are no normal trainings after the belt test. On Monday May 16 a Tarzan game will be offered for all children's teams (more information will come after the weekend) and the same evening there will be a grading for the masterclass.
Soon after our trip to Heiðmörk (Sunday 22 May), the summer semester begins at Þórshamar, where trainings will be offered for all classes. More information will come later.
댓글