top of page
  • Þórshamar

GrandPrix mót KAÍ haldið 2. og 3. október á Akureyri

Annað GrandPrix mót KAÍ 2021 fer fram helgina 2. til 3. október á Akureyri. Keppt verður í kata á laugardagskvöldi og kumite á sunnudag. Þátttökurétt hafa allir iðkendur sem æft hafa í að minnsta kosti tvær annir og náð 13 ára aldri. Staðfesta þarf þátttöku við starfsmann í móttöku Þórshamars eða senda staðfestingu á netfang formans félagsins: hognis@internet.is í síðasta lagi mánudaginn 20. september. Farið verður með rútum frá Laugardagshöll kl. 10 laugardaginn 2. október, gist í skólagistingu á Akureyri og snúið til baka strax að móti loknu á sunnudag. Gjaldið fyrir rútuferðirnar og gistinguna er 5.000 kr. Keppendur þurfa að hafa nesti, dýnu/vindsæng og svefnpoka/sæng meðferðis og pening fyrir morgunmat og kvöldmat.


15 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að mæta og taka virkan þátt í

Comments


bottom of page