Miðvikudaginn 21. desember ætlum við að halda svokölluð litlu jól fyrir alla flokka (English Below).
Á litlu jólunum verður boðið upp á léttar veitingar og farið svo í leiki þ.á.m. pakkaleik. Fanney, Tómas og Valur munu halda utan um pakkaleik fyrir barnaflokkana (A, B og C. flokk). Við biðjum því iðkendur að taka með sér pakka að andvirði 2000 kr eða minna og að sjálfsögðu hátíðarskapið! Við hvetjum einnig alla til þess að mæta með jólahúfu og í jólapeysu! Litlu jólin hjá C. og B. flokki eru frá kl. 16:00-17:00. Litlu jólin hjá A. flokki eru frá kl. 17:00-18:00. Litlu jólin hjá meistaraflokki og fullorðnum eru frá kl. 18:30-20:00.
Við ætlum að halda svokallað Pálínuboð. Í Pálínuboðum (Potluck party) kemur hver og einn með eitthvað og leggur til með sér á matar- eða kaffiborðið. Makar og börn eru velkomin! Við hvetjum iðkendur til þess að mæta í jólapeysum, helst ljótri, en veitt verða verðlaun fyrir ljótustu peysuna. Þórshamar er annars kominn í jólafrí. Æfingar hefjast að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 9. janúar 2023. Búið er að setja inn æfingargjöld fyrir næstu önn, sem má nálgast hér fyrir neðan og mælum við með að nýta þetta fyrir áramót ef barnið ykkar á ónýttan frístundarstyrk. Því miður verður aðeins boðið upp á önn en ekki árgjald. Ástæðan fyrir því er að við erum að skipta um kerfi og ætlum alfarið að nota Sporabler frá og með janúar 2023: https://www.sportabler.com/shop/thorshamar/1 Annars þökkum við ykkur fyrir góða önn og óskum ykkur gleðilegra hátíðar.
________________________________ Wednesday December 21 we are going to hold a so-called Little Christmas for all groups. During the Little Christmas, light refreshments will be served and then games will be played, including gift game. Fanney, Tómas, and Valur will manage a gift game for the children's groups (A, B, and C. group). We, therefore ask practitioners to bring a gift worth ISK 2000 or less and, of course, the festive mood! We also encourage everyone to come with a Christmas hat and a Christmas sweater! Little Christmas for C. and B. group is from 16:00-17:00. The little Christmas at A. group is from 17:00-18:00. Little Christmas for the Masterclass and adults is from 18:30-20:00.
We are going to hold a so-called "Pálínuboð". At the Potluck party, everyone brings something and contributes to the food or coffee table. Spouses and children are welcome! We encourage practitioners to come in Christmas sweaters, preferably ugly, but there will be a prize for the ugliest sweater.
The Xmas holiday has started at Þórshamars. Classes will start again Monday January 9th 2023. We have opened registration for next semester and recommend people use it before the new year if they have not fully used the Recreation Card for the year 2022. Payment can be completed through Sportabler, link here below Information about the Recreation Card, it is a grant system for the recreation of children and adolescents ages 6-18 with legal residence in the Reykjavik area. The grant amounts to 50,000 kr. a year, and you can use it to pay off some of your child's attendance and exercise fees: https://www.sportabler.com/shop/thorshamar/1 We also want to thank you all for the semester and wish you happy holidays.
Comments