top of page
  • Þórshamar

Tarzan-leikur, partý í Heiðmörk og sumarönn

Til hamingju með nýju beltin og gleðilegt sumar!


Þá er kennslu lokið þessa vorönn. Við þökkum öllum fyrir frábæra önn, það er búið að vera mikið fjör hjá okkur og það heldur áfram því næsta þriðjudag (28. maí) ætlum við að bjóða ungu iðkendum okkar upp á Tarzan-leik:


C. flokkur: þriðjudaginn 28. maí kl. 16:40-17:20

B. flokkur: þriðjudaginn 28. maí kl. 17:20-18:00

A. flokkur: þriðjudaginn 28. maí kl. 18:00-19:00


Pulsupartý í Heiðmörk

Næsta sunnudag (2. júní) ætlum við svo að bjóða iðkendum og fjölskyldumeðlimum upp á pylsur/buslur í Furulundi í Heiðmörk en við biðjum alla um að skrá sig í pulsupartýið á Sportabler.


Sumarönn barna:

Sumarönn barna hefst frá og með 6. júní (fimmt) og er út mánuðinn alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30-17:30. Um er að ræða sameiginlegar æfingar með B. og C. flokki. Þau sem fengu ekki belti á gráðun út af belta-vöruskorti fá beltin sín á fyrstu sumaræfingunni.


Sumarönn unglinga og fullorðna:

Sensei Villi býður upp á sumaræfingar fyrir A. flokk, fullorðna og meistaraflokk frá 5. júní til 19. júlí alla miðvikudaga, föstudaga og laugardaga.

A.flokkur: Æfing miðvikudaga og föstudaga kl. 17:00-18:00 og laugardaga kl. 10:00-12:00, en laugardagsæfingarnar eru sameiginlegar með meistaraflokki og fullorðnum.

Meistaraflokkur og fullorðnir: Æfing miðvikudaga og föstudaga kl. 18:00-19:30 og laugardaga kl. 10:00-12:00 en laugardagsæfingarnar eru sameiginlegar með A. flokki.

Iðkendur er einnig áfram velkomnir á mánudagsæfingarnar hjá Sensei Birki en þær standa til boða allan júní kl. 17:30-20:00.


Þess má geta að sumarönninn er innifalin í árgjaldinu fyrir árið 2024.


Haustönn Þórshamars hefst svo mánudaginn 26. ágúst samkvæmt uppfærðri stundatöflu. Nánari upplýsingar koma síðar.


Iðkendur í A. flokki að lokinni vel heppnaðri gráðun.


Iðkendur í meistaraflokki og flokki fullorðinna að gráðun lokinni.

44 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur haldinn 4. mars kl. 20

Aðalfundur Þórshamars verður haldinn í húsnæði félagsins mánudaginn 4. mars 2024 kl. 20. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að mæta og taka virkan þátt í

Comments


bottom of page